Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Að venju eru sannkölluð veisludagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Við fáum endanlega staðfest hvaða lið komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta, Besta deild kvenna í fótbolta heldur áfram að rúlla sem og umspilið í NBA-deildinni í körfubolta. 16.4.2025 06:02
Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. 15.4.2025 23:32
Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Sænska B-deildarliðið Östersund hefur gefið út að markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson verði frá keppni um ókomna tíð. Ekki er um meiðsli að ræða en leikmaðurinn hefur beðið um frí vegna persónulegra ástæðna. 15.4.2025 23:02
Selfoss byrjar á sigri Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð. 15.4.2025 21:27
Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Vandræðalegt atvik átti sér stað þegar spila átti lag Meistaradeildar Evrópu fyrir leik Aston Villa og París Saint-Germain í 8-liða úrslitum keppninnar. Þess í stað var Evrópudeildarlagið spilað. 15.4.2025 19:33
Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt. 15.4.2025 18:31
Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik. 15.4.2025 18:31
Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu. 15.4.2025 17:02
Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. 15.4.2025 07:03
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Það er rosaleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna í fótbolta rúllar af stað, 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram, umspilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst, úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram og svo er hafnabolti einnig á dagskrá. 15.4.2025 06:00