Dagskráin í dag: Stórleikur í Vesturbænum, Glódís Perla og margt fleira Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á stórleiki í Bestu deildum karla og kenna, Formúlu 1, golf, hafnabolta og Bayern München þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði. 13.9.2024 06:03
Vill vinna titilinn á eigin forsendum Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, segist vilja vinna heimsmeistaratitilinn með því að keyra hraðar og betur en Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Red Bull. 12.9.2024 23:32
Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. 12.9.2024 23:02
Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. 12.9.2024 22:16
HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti HK og Grótta unnu góða sigra í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH á meðan Grótta vann ÍR á útivelli. 12.9.2024 21:21
Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Haukur Þrastarson var allt í öllu þegar Dinamo Búkarest pakkaði Fredericia saman í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá hafði Janus Daði Smárason betur gegn Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 12.9.2024 19:10
Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Guðmundur Bragi Ástþórsson gerði gæfumuninn þegar Bjerringbro-Silkeborg lagði Skanderborg með þremur mörkum í efstu deild karla í handbolta í Danmörku. 12.9.2024 18:36
Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Chelsea hefur ákveðið að ráða forstjóra sérstaklega fyrir kvennalið félagsins en um er að ræða nýja stöðu innan félagsins. Það vekur athygli að manneskjan sem var ráðin hefur enga reynslu þegar kemur að því að reka knattspyrnufélag. 12.9.2024 17:45
Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United gefið út að félagið hafi verið rekið með tapi sem nemur 20 milljörðum króna síðasta árið. Þrátt fyrir það segjast forráðamenn félagsins að það standist fjárhagsreglugerðir ensku úrvalsdeildarinnar og knattspyrnusambands Evrópu. 12.9.2024 07:03
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Ýmir Örn ásamt ensku harki og hafnabolta Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Eingöngu er um að ræða boltaíþróttir en þær eru af ýmsum toga. 12.9.2024 06:00