Fótbolti

Enda án stiga á botni riðilsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
U-19 ára landslið Íslands.
U-19 ára landslið Íslands. KSÍ

Landslið drengja 19 ára og yngri í knattspyrnu endar án stiga í milliriðli fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári. Liðið tapaði í dag með minnsta mun fyrir heimamönnum í Ungaverjalandi.

Fyrir leik dagsins hafði Ísland tapaði 2-0 gegn Danmörku og 3-1 gegn Austurríki. Í dag var komið að uppgjöri stigalausu liðanna en Ungverjaland hafði einnig tapað báðum sínum leikjum.

Tómas Johannessen, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, hefði getað komið Íslandi yfir snemma leiks þegar vítaspyrna var dæmd. Spyrna hans var hins vegar varin af markverði Ungverja, Áron Yaakobishvili.

Téður Yaakobishvili átti virkilega góðan leik milli stanganna en hann er á mála hjá stórliði Barcelona. Það var að mörgu leyti frammistöðu markvarðarins efnilega að þakka að mark Kevin Mondovics þegar rúm klukkustund var liðin reyndist sigurmarkið.

Lokastaðan í riðlinum er þannig að Danmörk vinnur riðilinn með fullt hús stiga, Austurríki endar í 2. sæti með sex stig, Ungverjaland er þar á eftir með 3 stig og drengirnir okkar enda án stiga að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×