Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Nýliðinn og frákastadrottningin Angel Reese, leikmaður Chicago Sky, spilar ekki meira í WNBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð eftir meiðsli á úlnlið. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum sínum. 8.9.2024 13:33
Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Portúgalska úrvalsdeildin í handbolta er farin af stað og þar eru þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto lögðu Stiven Tobar Valencia og félaga í Benfica að velli á meðan Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting byrja af krafti. 8.9.2024 13:01
Tilbúinn að kaupa Boehly út Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. 8.9.2024 12:46
Draumur gullhjónanna rættist í París Hunter Woodhall vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fara í París aðeins mánuði eftir að eiginkona hans, Tara David-Woodhall, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum sem fóru fram í sömu borg. 8.9.2024 12:01
„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. 8.9.2024 11:31
Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. 8.9.2024 11:01
Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. 8.9.2024 10:16
Orðlaus Sabalenka kom sá og sigraði í New York Aryna Sabalenka frá Hvíta Rússlandi stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir frábæran sigur á Jessicu Pegula í tveimur settum, 7-5 og 7-5, á Flushing Meadows-vellinum í New York. 8.9.2024 09:31
Fram upp í Bestu deild kvenna Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. 7.9.2024 16:12
Alexandra í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alexandra Jóhannsdóttir spilaði rúma klukkustund þegar Fiorentina lagði Ajax 1-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta. 7.9.2024 15:57