Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu

Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hárum og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið.

Felldu tals­mann hernaðararms Hamas

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði.

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Ís­land enn friðsælast í sí­fellt versnandi heimi

Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll.

Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar

Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni.

Tvö út­köll vegna veiðar­færa í skrúfum

Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. 

Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins

Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Þor­gerður á ó­form­legum fundi ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands.

Sjá meira