Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm­tán refsað vegna Discord-lekans

Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum.

Navalní horfinn úr fangelsi

Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar.

Hers­höfðingjar funda um mögu­legt vopna­hlé

Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra.

Ó­reiða í Washington og til­hlökkun í Moskvu

Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Dælan í fullum gangi

Strákarnir í Dælunni ætla að skoða hinn nýja Lego Fortnite í streymi kvöldsins.

„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“

Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.

Vilja hækka olíu­verð

Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Sjá meira