Þröstur tekur við Bændablaðinu Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. 15.2.2025 12:12
Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. 15.2.2025 11:38
Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15.2.2025 10:01
Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15.2.2025 08:32
Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. 15.2.2025 07:37
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14.2.2025 16:35
Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra. 14.2.2025 15:28
Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. 14.2.2025 11:55
Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14.2.2025 10:53
Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. 14.2.2025 10:02