Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. 31.7.2025 11:56
Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og aðra samfélagsmiðla, birtu í gær fjórðungsuppgjör sem þykir mjög jákvætt. Fyrirtækið hagnaðist um rúma átján milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 31.7.2025 09:49
Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Arion banki hagnaðist um tæpa tíu milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 5,5 milljarðar. Bankastjóri segir afkomuna umfram væntingar. 30.7.2025 16:06
Gargaði á flokksfélaga sína Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. 30.7.2025 15:19
Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. 30.7.2025 13:03
Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. 30.7.2025 11:02
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30.7.2025 08:52
Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. 29.7.2025 15:29
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29.7.2025 14:31
Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar. 29.7.2025 13:23
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti