Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið. 29.11.2022 16:31
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29.11.2022 15:01
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29.11.2022 13:12
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29.11.2022 10:56
Strákarnir fá aðstoð í Warzone Strákarnir í GameTíví fá til sín góðan gest í kvöld. Hún EvaSniper69 ætlar að gera sitt besta til að bera strákana til sigurs í Warzone 2. 28.11.2022 19:30
„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27.11.2022 13:32
Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27.11.2022 11:21
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27.11.2022 10:12
Íslandsbanki, stýrivextir og átök í undirheimum í Sprengisandi Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða söluna á Íslandsbanka, stýrivexti, nýlega baráttu um formannasæti Sjálfstæðisflokksins og átök í undirheimum Íslands. 27.11.2022 09:31
Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27.11.2022 08:07