Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2023 14:23 Donald Trump ogo Kevin McCarthy. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira