Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2023 14:23 Donald Trump ogo Kevin McCarthy. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Um nokkra niðurlægingu fyrir McCarthy er að ræða en hann hefur um árabil sóst eftir embættinu. Naumur meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni og andstaða nokkurra meðlima þingflokksins hefur komið niður á McCarthy en önnur atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212 og því mátti McCarthy ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn honum. Því með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í þriðju og síðustu atkvæðagreiðslunni í gær fékk McCarthy 202 atkvæði en Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, fékk 212 atkvæði. Sjá einnig: Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær AP fréttaveitan segir McCarthy stefna að því að tryggja sér 213 atkvæði í dag og fá hina þingmennina sem hafa greitt atkvæði gegn honum til að sitja hjá. Þannig gæti hann tryggt sér nauman meirihluta atkvæða og þar með embættið. Bæði Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar, og John Boehner, síðasti þingforseti Repúblikanaflokksins, hafa notað þessa aðferð til að tryggja sér embættið. Einhverjir þingmenn tóku börn með sér í þingsal í gær, þar sem þingmenn áttu að sverja embættiseið en það var ekki gert þar sem ekki náðist að kjósa forseta. Börnunum virtist leiðast mjög mikið í salnum enda tóku atkvæðagreiðslurnar nokkurn tíma. Kids on House floor ... pic.twitter.com/Eqlu3TtkgC— Howard Mortman (@HowardMortman) January 3, 2023 Þar til þingforseti verður kjörinn af meirihluta þingmanna, tekur þingið ekki formlega til starfa. Sjá einnig: McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Af þeim tuttugu þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn McCarthy hafa átján þeirra tekið þátt í lygum Donalds Trumps um að kosningum sem hann tapaði hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, samkvæmt frétt Washington Post. Trump lýsti þó í dag yfir stuðningi við McCarthy. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að McCarthy ætti starfið skilið og hét því að hann myndi standa sig vel í starfi. Kannski frábærlega. „Repúblikanar, ekki gera mikinn sigur að stórum og skammarlegum ósigri,“ skrifaði Trump. Mögulega mun þetta fá einhverja andstæðinga McCarthy til að veita honum atkvæði þeirra eða fá þá til að sitja hjá. Enn reiður út í McConnell Í annarri færslu sagði Trump að Repúblikanar ættu frekar að beina spjótum sínum að Mitch McConnell, leiðtoga flokksins í öldungadeildinni. Réttast væri að berjast gegn honum og „kínaelskandi stjóra, ég meina eiginkonu, hans Coco Chow,“ skrifaði Trump. Hið rétta er að eiginkona McConnell heitir Elaine Chow og þetta er ekki í fyrsta orð sem Trump fer rasískum orðum um hana. Trump sagði einnig um McConnell að hann gæti ekki verið kjörinn hundafangari í Kentucky og að hann og eiginkona hans hefðu valdið gífurlegu tjóni á Repúblikanaflokknum. Trump og McConnell hafa deilt nokkuð á undanförnum mánuðum og þá meðal annars vegna þess að Repúblikanar í öldungadeildinni studdu fjárlagafrumvarp Demókrataflokksins í fyrra. McConnell hefur einnig verið gagnrýninn á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og vegna frambjóðenda Trumps í þingkosningunum í fyrra, sem McConnell hefur sagt að hafi komið niður á gengi Repbúlikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent