„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10.11.2022 11:53
„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10.11.2022 10:30
Babe Patrol kveðja Caldera Stelpurnar í Babe Patrol halda til Caldera í síðasta sinn í kvöld og leggja Warzone til hinstu hvílu. Auk þess að spila Warzone verður einnig spurningakeppni og stelpurnar ætla þar að auki að gefa áhorendum gjafir. 9.11.2022 20:30
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9.11.2022 15:19
Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. 9.11.2022 12:03
Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9.11.2022 11:48
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9.11.2022 09:50
GameTíví: Dói tekur God of War maraþon God of War Ragnarök kom út í nótt en af því tilefni ætlar Dói að halda út sérstakt maraþon streymi hjá GameTíví í dag. Hann mun spila leikinn nýja og upplifa ævintýri Kratosar og Atreusar. 9.11.2022 09:07
Call of Duty: Modern Warfare 2 - Hin fínasta upphitun fyrir Warzone 2 Það styttist í jólin og er verið að setja upp jólaljós út um allt. Eðli málsins samkvæmt fylgir nýr Call of Duty leikur aðdraganda jólanna en þetta árið er það Call of Duty: Modern Warfare 2 eða Skyldan kallar: Nútímahernaður tvö. Þótt leikurinn sé hinn fínasti er hann í rauninni bara upphitun fyrir Warzone 2 eða Warzone tvö. 9.11.2022 08:46
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8.11.2022 16:14