Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 17:06 Fimm dóu og sautján særðust í skothríðinni á Club Q í Colorado Springs. AP/Thomas Peipert Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð. Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29