Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki.

Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi

Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi.

Minnst 45 látnir vegna óveðurs á Filippseyjum

Minnst 45 eru látnir og sextíu er saknað eftir skyndiflóð og aurskriður sunnanverðum á Filippseyjum í kjölfar gífurlegrar rigningar. Yfirvöld sögðu í fyrstu að minnst 72 hefðu látið lífið en lækkuðu töluna fljótt.

Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu.

Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“

Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 

Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU

Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins.

Óli Jóels spilar nýja Call of Duty

Nýr Call of Duty leikur lítur formlega dagsins ljós í dag og er það Modern Warfare 2. Af því tilefni ætlar Óli Jóels úr GameTíví að vera með sérstakt COD-streymi.

Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu.

Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði

Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst.

Sjá meira