Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu

Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð.

Spila Fall Guys með áhorfendum

Stelpurnar í Queens ætla að verja kvöldinu með áhorfendum sínum. Partíleikurinn Fall Guys verður spilaður grimmt, þar sem einungis einn mun standa uppi sem sigurvegari.

Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu

Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi.

Rúss­ar á und­an­hald­i í suðr­i

Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni.

Kepp­ir á einu stærst­a herm­i­kapp­akst­urs­mót­i heims

Hákon Darri Jökulsson, mun í þessum mánuði keppa fyrir Íslands hönd á FIA Motorsport Games í Frakklandi. Mótið er eitt stærstu alþjóðamótið þar sem keppt er í hermikappakstri en Hákon segir það samfélag hafa stækkað mjög hér á landi.

Kíkja á nýjasta FIFA-leikinn

Eins og áður verður mikið um að vera hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla þó að byrja á því að reima á sig takkaskóna og kíkja á FIFA 23, nýjasta leikinn í seríunni vinsælu.

Góð helgi fyrir Úkraínumenn

Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu.

Sandkassinn spilar Apex

Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í kvöld og spila leikinn Apex. Það er hraður Battle Royale leikur sem hefur notið mikilla vinsælda.

Beitt­u íbúa Izy­um kerf­is­bundn­um pynt­ing­um

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti.

Sjá meira