Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2022 12:19 Twitter tók á sig miklar skuldir við yfirtöku Musks og nýjar tekjulindir eru fyrirtækinu gífurlega mikilvægar. AP/Jeff Chiu Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans. Ein af fyrstu breytingunum sem Musk virðist ætla að gera er að taka upp nokkurs konar áskriftarþjónustu þar sem notendur myndu greiða átta dali á mánuði. Í röð tísta segir Musk að áskrifendur muni frá blátt merki við nafn sitt, forgang í leitarvél Twitter og samræðum, færri auglýsingar og geta birt lengri myndbönd og hljóðbúta. Twitter s current lords & peasants system for who has or doesn t have a blue checkmark is bullshit. Power to the people! Blue for $8/month.— Elon Musk (@elonmusk) November 1, 2022 Þarð að auki segir Musk að þetta fyrirkomulag muni gefa Twitter nýja tekjulind sem hægt sé að nota til að greiða notendum fyrir efni sem þeir framleiða fyrir Twitter. Starfsmenn Twitter eru einnig sagðir skoða leiðir til að gera notendum kleift að birta myndbönd sem aðrir notendur munu þurfa að borga fyrir til að sjá. Fyrirtækið myndi svo taka hluta af þeim tekjum. Musk tók yfir Twitter í síðustu viku eftir langvarandi deilur um kaupin en fyrirtækið kostaði 44 milljarða dala. Fyrirtækið tók á sig miklar skuldir við yfirtökuna. Greinendur segja að vaxtagreiðslur Twitter muni vegna þessara skulda fara úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, i um milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Í frétt Wall Street Journal segir að nýjar tekjulindir séu gífurlega mikilvægar fyrir Musk og Twitter. Eins og áður segir hafa mestar tekjur fyrirtækisins í gegnum árinu komið til vegna auglýsinga. Tvö stór bandarísk auglýsingafyrirtæki ráðlögðu skjólstæðingum sínum að forðast auglýsingar á Twitter á næstunni og var það gert vegna áhyggja af ritstjórn á Twitter. Sjá einnig: Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Hatursorðræða hefur aukist til muna eftir að Musk tók við stjórn Twitter. Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum hafi forsvarsmenn fyrirtækja sem auglýsa hjá Twitter verið hvattir til að hætta því, ákveði Musk að draga verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, eins og hann hefur gefið í skyn. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. 28. október 2022 06:27 Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ein af fyrstu breytingunum sem Musk virðist ætla að gera er að taka upp nokkurs konar áskriftarþjónustu þar sem notendur myndu greiða átta dali á mánuði. Í röð tísta segir Musk að áskrifendur muni frá blátt merki við nafn sitt, forgang í leitarvél Twitter og samræðum, færri auglýsingar og geta birt lengri myndbönd og hljóðbúta. Twitter s current lords & peasants system for who has or doesn t have a blue checkmark is bullshit. Power to the people! Blue for $8/month.— Elon Musk (@elonmusk) November 1, 2022 Þarð að auki segir Musk að þetta fyrirkomulag muni gefa Twitter nýja tekjulind sem hægt sé að nota til að greiða notendum fyrir efni sem þeir framleiða fyrir Twitter. Starfsmenn Twitter eru einnig sagðir skoða leiðir til að gera notendum kleift að birta myndbönd sem aðrir notendur munu þurfa að borga fyrir til að sjá. Fyrirtækið myndi svo taka hluta af þeim tekjum. Musk tók yfir Twitter í síðustu viku eftir langvarandi deilur um kaupin en fyrirtækið kostaði 44 milljarða dala. Fyrirtækið tók á sig miklar skuldir við yfirtökuna. Greinendur segja að vaxtagreiðslur Twitter muni vegna þessara skulda fara úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, i um milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Í frétt Wall Street Journal segir að nýjar tekjulindir séu gífurlega mikilvægar fyrir Musk og Twitter. Eins og áður segir hafa mestar tekjur fyrirtækisins í gegnum árinu komið til vegna auglýsinga. Tvö stór bandarísk auglýsingafyrirtæki ráðlögðu skjólstæðingum sínum að forðast auglýsingar á Twitter á næstunni og var það gert vegna áhyggja af ritstjórn á Twitter. Sjá einnig: Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Hatursorðræða hefur aukist til muna eftir að Musk tók við stjórn Twitter. Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum hafi forsvarsmenn fyrirtækja sem auglýsa hjá Twitter verið hvattir til að hætta því, ákveði Musk að draga verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, eins og hann hefur gefið í skyn.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. 28. október 2022 06:27 Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. 28. október 2022 06:27
Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20
Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23