Hamas samþykkir vopnahléstillögu Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. 6.5.2024 16:55
Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. 6.5.2024 15:56
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6.5.2024 15:02
Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. 6.5.2024 11:44
Er hægt að skjóta í gegnum byssukúlu? Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ fengu nýverið þá flugu í höfuðið að kanna hvort mögulegt væri að skjóta byssukúlu í gegnum aðra stærri byssukúlu. Þetta sáu þeir gerast í kvikmyndinni The Suicide Squad og vildu, eðlilega, sannreyna hvort það er hægt í alvörunni og fanga það á háhraðamyndavélar þeirra. 6.5.2024 10:57
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6.5.2024 09:54
GameTíví: Plorrinn spilar Fallout Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld er fyrsti þáttur GameTíví af Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, þar sem engin mistök eru liðin. 5.5.2024 19:33
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3.5.2024 17:00
Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. 3.5.2024 13:50
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3.5.2024 12:48