Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2025 08:02 Tölvuteiknuð mynd af Starship-geimfari og geimförum á yfirborði tunglsins. SpaceX Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Árið 2021 gerðu forsvarsmenn SpaceX samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) um að lenda geimförum tvisvar sinnum á tunglinu á komandi árum. Til stóð að lenda þeim með Starship-geimfari SpaceX en þróun þess hefur ekki farið eftir vonum. Samningurinn hljóðar upp á fjóra milljarða dala. Sean Duffy, samgönguráðherra og starfandi yfirmaður NASA tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að halda aftur útboð á verkefninu og bjóða öðrum fyrirtækjum að gera tilboð í það að lenda geimförum á tunglinu í þriðja og fjórða geimskotum Artemis-áætlunarinnar. Í kjölfarið gagnrýndi Musk Duffy harðlega á samfélagsmiðlum og kallaði hann meðal annars heimskan og homma. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollos. Til stendur að senda þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Óttast að Kínverjar verði á undan Í yfirlýsingu frá SpaceX, sem birt var á vef fyrirtækisins í gær, segir að starfsmenn fyrirtækisins séu staðráðnir í að halda þróun Starship áfram og að geimfarið sé gífurlega mikilvægt þegar kemur að því að koma upp varanlegri byggð manna annars staðar en á jörðinni og í Artemis-áætluninni. Á endanum stendur til að nota Starship til að senda menn til Mars. Sjá einnig: Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Yfirlýsingunni, sem sjá má hér, fylgdu ítarlegar upplýsingar um þá framtíð Starship sem forsvarsmenn SpaceX sjá fyrir sér, myndir og tímalínur, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Ars Techninca segir að í Bandaríkjunum hafi menn sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni verða á undan þeim aftur til tunglsins og koma þar fyrir bækistöð, mögulega í samstarfi með Rússum. Í lok síðasta árs og í upphafi þessa árs gagnrýndi Musk Artemis-áætlunina, sem snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Musk sagði það tímasóun að fara til tunglsins og lagði þess í stað til að einblínt væri á að senda menn til Mars. Hann er einnig sagður hafa gagnrýnt hversu hægt Artemis hefur gengið hjá NASA og að stofnunin reiði sig um of á kostnaðarsama samninga sem snúist um lítið annað en að skapa störf í stað þess að skila árangri. Í áðurnefndri yfirlýsingu frá SpaceX segir að á undanförnum árum hafi starfsmenn fyrirtækisins byggt nærri því fjörutíu Starship-geimför og um sex hundruð eldflaugahreyfla fyrir Super Heavy eldflaugar. Þetta hafi skilað sér í ellefu tilraunaskotum. Verið sé að byggja fleiri skotpalla í Texas, Flórída og í Kaliforníu. Samhliða þessari þróun hafi starfsmennirnir þegar lokið við fjölmörg þróunarverkefni sem snúa að því að lenda geimförum á tunglinu. Ríkið hafi eingöngu greitt fyrirtækinu fyrir vel heppnaða vinnu, öfugt við annars konar samninga sem NASA hafi gert. For the first time in our existence, we possess the means, technology, and, for the moment, the will to establish a permanent human presence beyond Earth. Starship is designed to make this future a reality → https://t.co/dGAZiB4rr3 pic.twitter.com/WsTg44G3oz— SpaceX (@SpaceX) October 30, 2025 Reyna að dæla eldsneyti í geimnum á næsta ári Til stendur að gera mun fleiri tilraunaskot með SpaceX og snúast þau meðal annars um að sýna fram á getu til að flytja eldsneyti milli geimfara á braut um jörðu og er byrjað að þróa stjórnklefa fyrir geimskipin, þar sem geimfarar munu geta stýrt geimförunum. Vonast er til þess að hægt verði að reyna bæði að flytja eldsneyti milli geimfara í geimnum og hafa Starship geimfar lengi í geimnum strax á næsta ári. Fyrst verður Starship skotið á braut um jörðu, þar sem það verður um nokkuð skeið á meðan fylgst verður með hvaða áhrif vera í geimnum til langs tíma hefur á geimfarið. Síðan verður öðru geimfari skotið á loft og það notað til að fylla á tanka fyrra geimfarsins. Með því að fylla á geimfar á braut um jörðina gæti Starship flutt allt að hundrað tonn af farmi til tunglsins, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins. Sérfræðingum þykir ólíklegt að þetta muni takast í fyrstu tilraun. Þróun Starship hefur hingað til einkennst af misheppnuðum tilraunaskotum, sem skila þó mikilvægri reynslu og þekkingu. Mynd af mögulegum bækistöðvum á tunglinu.SpaceX Segjast hafa unnið með sanngjörnum hætti Forsvarsmenn SpaceX segja tækniþróun fyrirtækisins gífurlega hraða og Starship bjóði upp á fordæmalausa getu til að kanna tunglið. Eitt geimfar muni bjóða upp á vistarverur fyrir geimfara til jafns við Alþjóðlegu geimstöðina. Þá segja þeir að val NASA á Starship árið 2021 hafi verið gert gegnum sanngjarnt og opið ferli og samkeppni milli fyrirtækja, sem SpaceX hafi unnið. Þeir segja Starship bjóða enn upp á fljótlegustu leiðina til að komast aftur til tunglsins og framfylgja Artemis-áætluninni um að koma upp byggð manna á yfirborði tunglsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins deili því markmiði NASA og hafi ávallt brugðist vel við ábendingum og tillögum frá Geimvísindastofnuninni. Starship continues to simultaneously be the fastest path to returning humans to the surface of the Moon and a core enabler of the Artemis program’s goal to establish a permanent, sustainable presence on the lunar surface → https://t.co/dGAZiB4rr3 pic.twitter.com/j4IN5BM8qT— SpaceX (@SpaceX) October 30, 2025 Bandaríkin Elon Musk Geimurinn SpaceX Tunglið Mars Tækni Tengdar fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu. 14. október 2025 11:57 Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. 16. janúar 2025 10:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Árið 2021 gerðu forsvarsmenn SpaceX samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) um að lenda geimförum tvisvar sinnum á tunglinu á komandi árum. Til stóð að lenda þeim með Starship-geimfari SpaceX en þróun þess hefur ekki farið eftir vonum. Samningurinn hljóðar upp á fjóra milljarða dala. Sean Duffy, samgönguráðherra og starfandi yfirmaður NASA tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að halda aftur útboð á verkefninu og bjóða öðrum fyrirtækjum að gera tilboð í það að lenda geimförum á tunglinu í þriðja og fjórða geimskotum Artemis-áætlunarinnar. Í kjölfarið gagnrýndi Musk Duffy harðlega á samfélagsmiðlum og kallaði hann meðal annars heimskan og homma. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollos. Til stendur að senda þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Óttast að Kínverjar verði á undan Í yfirlýsingu frá SpaceX, sem birt var á vef fyrirtækisins í gær, segir að starfsmenn fyrirtækisins séu staðráðnir í að halda þróun Starship áfram og að geimfarið sé gífurlega mikilvægt þegar kemur að því að koma upp varanlegri byggð manna annars staðar en á jörðinni og í Artemis-áætluninni. Á endanum stendur til að nota Starship til að senda menn til Mars. Sjá einnig: Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Yfirlýsingunni, sem sjá má hér, fylgdu ítarlegar upplýsingar um þá framtíð Starship sem forsvarsmenn SpaceX sjá fyrir sér, myndir og tímalínur, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Ars Techninca segir að í Bandaríkjunum hafi menn sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni verða á undan þeim aftur til tunglsins og koma þar fyrir bækistöð, mögulega í samstarfi með Rússum. Í lok síðasta árs og í upphafi þessa árs gagnrýndi Musk Artemis-áætlunina, sem snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Musk sagði það tímasóun að fara til tunglsins og lagði þess í stað til að einblínt væri á að senda menn til Mars. Hann er einnig sagður hafa gagnrýnt hversu hægt Artemis hefur gengið hjá NASA og að stofnunin reiði sig um of á kostnaðarsama samninga sem snúist um lítið annað en að skapa störf í stað þess að skila árangri. Í áðurnefndri yfirlýsingu frá SpaceX segir að á undanförnum árum hafi starfsmenn fyrirtækisins byggt nærri því fjörutíu Starship-geimför og um sex hundruð eldflaugahreyfla fyrir Super Heavy eldflaugar. Þetta hafi skilað sér í ellefu tilraunaskotum. Verið sé að byggja fleiri skotpalla í Texas, Flórída og í Kaliforníu. Samhliða þessari þróun hafi starfsmennirnir þegar lokið við fjölmörg þróunarverkefni sem snúa að því að lenda geimförum á tunglinu. Ríkið hafi eingöngu greitt fyrirtækinu fyrir vel heppnaða vinnu, öfugt við annars konar samninga sem NASA hafi gert. For the first time in our existence, we possess the means, technology, and, for the moment, the will to establish a permanent human presence beyond Earth. Starship is designed to make this future a reality → https://t.co/dGAZiB4rr3 pic.twitter.com/WsTg44G3oz— SpaceX (@SpaceX) October 30, 2025 Reyna að dæla eldsneyti í geimnum á næsta ári Til stendur að gera mun fleiri tilraunaskot með SpaceX og snúast þau meðal annars um að sýna fram á getu til að flytja eldsneyti milli geimfara á braut um jörðu og er byrjað að þróa stjórnklefa fyrir geimskipin, þar sem geimfarar munu geta stýrt geimförunum. Vonast er til þess að hægt verði að reyna bæði að flytja eldsneyti milli geimfara í geimnum og hafa Starship geimfar lengi í geimnum strax á næsta ári. Fyrst verður Starship skotið á braut um jörðu, þar sem það verður um nokkuð skeið á meðan fylgst verður með hvaða áhrif vera í geimnum til langs tíma hefur á geimfarið. Síðan verður öðru geimfari skotið á loft og það notað til að fylla á tanka fyrra geimfarsins. Með því að fylla á geimfar á braut um jörðina gæti Starship flutt allt að hundrað tonn af farmi til tunglsins, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins. Sérfræðingum þykir ólíklegt að þetta muni takast í fyrstu tilraun. Þróun Starship hefur hingað til einkennst af misheppnuðum tilraunaskotum, sem skila þó mikilvægri reynslu og þekkingu. Mynd af mögulegum bækistöðvum á tunglinu.SpaceX Segjast hafa unnið með sanngjörnum hætti Forsvarsmenn SpaceX segja tækniþróun fyrirtækisins gífurlega hraða og Starship bjóði upp á fordæmalausa getu til að kanna tunglið. Eitt geimfar muni bjóða upp á vistarverur fyrir geimfara til jafns við Alþjóðlegu geimstöðina. Þá segja þeir að val NASA á Starship árið 2021 hafi verið gert gegnum sanngjarnt og opið ferli og samkeppni milli fyrirtækja, sem SpaceX hafi unnið. Þeir segja Starship bjóða enn upp á fljótlegustu leiðina til að komast aftur til tunglsins og framfylgja Artemis-áætluninni um að koma upp byggð manna á yfirborði tunglsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins deili því markmiði NASA og hafi ávallt brugðist vel við ábendingum og tillögum frá Geimvísindastofnuninni. Starship continues to simultaneously be the fastest path to returning humans to the surface of the Moon and a core enabler of the Artemis program’s goal to establish a permanent, sustainable presence on the lunar surface → https://t.co/dGAZiB4rr3 pic.twitter.com/j4IN5BM8qT— SpaceX (@SpaceX) October 30, 2025
Bandaríkin Elon Musk Geimurinn SpaceX Tunglið Mars Tækni Tengdar fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu. 14. október 2025 11:57 Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. 16. janúar 2025 10:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Aftur heppnast geimskot Starship Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu. 14. október 2025 11:57
Tilraunaskotið heppnaðist loksins Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. 27. ágúst 2025 11:37
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. 16. janúar 2025 10:14