Óttast að átök verði að stóru stríði Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs. 11.2.2025 17:09
Gos geti hafist hvenær sem er Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. 11.2.2025 15:06
Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. 11.2.2025 14:29
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. 11.2.2025 12:31
Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum. 11.2.2025 10:50
Gráir fyrir járnum í GameTíví Strákarnir í GameTíví verða gráir fyrir járnum í kvöld. Fjölspilunarleikurinn ARMA Reforger, sem hægt er að lýsa sem hernaðarskotleik með raunverulegum blæ, verður spilaður í þaula. 10.2.2025 19:32
Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 10.2.2025 16:39
Ítrekar að honum er alvara um Kanada Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. 10.2.2025 14:37
Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan. 10.2.2025 12:13
Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Philadelphia Eagles hrepptu hnossið í Super Bowl þetta árið, og gerðu þeir það með nokkrum yfirburðum. Þetta snýst þó ekki allt um leikinn. Auglýsingar eru líka stór hluti af viðhöfninni. 10.2.2025 10:58