Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyndi að komast inn á lög­reglu­stöð með fíkni­efni

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem sagður er hafa átt í átökum við dyraverði í miðbænum og var hann færður á lögreglustöð. Þar var þó ákveðið að sleppa manninum, þar sem dyraverðirnir kærðu hann ekki.

Hæstu stýrivextir í þrjá­tíu ár

Seðlabanki Japan hækkaði stýrivexti þar í landi í morgun og hafa þeir ekki verið hærri í þrjá áratugi. Verðbólga hefur verið nokkur í Japan, jenið hefur veikst gegn dollaranum og kaupmáttur hefur dregist saman.

Draga til­vist neðanjarðarhafs á Títan í efa

Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum.

Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kíló­metra frá Úkraínu

Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá.

Trump vill til tunglsins fyrir 2028

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka.

Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Sel­foss stöðvaður í Bret­landi

Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu.

Hæðist að og smánar fyrr­verandi for­seta á „frægðargangi“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét í september setja upp sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu. Þar voru settar upp myndir af forsetum Bandaríkjanna en nú hefur bæst við texti um störf þeirra og afrek, í flestum tilfellum. Í tilfellum forseta sem Trump virðist illa við var textinn níð um þá og grín á þeirra kostnað

„Dr. Dauði“ í lífs­tíðar­fangelsi fyrir að myrða tólf

Franskur svæfingalæknir hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa eitrað fyrir þrjátíu sjúklingum. Tólf af þeim sem hann eitraði fyrir dóu. Saksóknarar segja hinn 53 ára gamla Frédéric Péchier vera einhvern versta glæpamann í sögu Frakklands.

Sjá meira