Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, neitar enn að gera nýkjörinni þingkonu kleift að taka sér sæti á þingi. Rétt tæpur mánuður er síðan hún var kjörin í embætti en Johnson hefur ekki leyft henni að sverja embættiseið. 20.10.2025 15:35
Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. 20.10.2025 14:16
Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. 20.10.2025 11:07
Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi. 17.10.2025 13:02
Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segist vera að senda hermenn að ströndum Karíbahafsins og kalla út milljónir manna í varalið, vegna ógnunar frá hernaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu. Hann er sagður hafa boðið Bandaríkjamönnum að hann myndi stíga til hliðar á næstu árum en því boði mun hafa verið hafnað. 17.10.2025 10:48
Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi. 17.10.2025 08:47
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. 17.10.2025 08:16
Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu. 17.10.2025 06:46
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16.10.2025 16:24
Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra. 16.10.2025 15:22