Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur stofnað sína eigin rafmynt. Hún fetar í fótspor Donalds Trump, eiginmanns hennar. 20.1.2025 16:41
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. 19.1.2025 13:49
Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19.1.2025 11:09
Tuttugu manns í rútuslysi Hópslysaáætlun Almannavarana hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Hellisheiði. Rútan valt á hliðina rétt fyrir tíu í morgun. 19.1.2025 10:21
TikTok bann í Bandaríkjunum TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 19.1.2025 10:03
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19.1.2025 07:19
Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Prófessorar í ríkisháskólum hafa verið án kjarasamnings í tíu mánuði. Mikill vilji fyrir verkfallsaðgerðum er meðal félagsmanna. Formaður útilokar ekki aðgerðir en mikið starfsálag og lítil nýliðun veldur miklum áhyggjum. 18.1.2025 16:36
E. coli fannst í neysluvatni E. coli fannst í neysluvatni á Hornafirði. Íbúar í Nesjum og á Höfn eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn. 18.1.2025 15:51
Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Grímuklæddur maður kúkaði á húdd bíls á Álfhólsvegi. Það er ekki í fyrsta skipti sem maðurinn, sem oftast er í búning, kúkar á sama bílinn. 18.1.2025 15:04
Þrír látnir eftir loftárás Rússa Þrír eru látnir eftir að Rússar gerðu loftárás á höfuðborg Úkraínu. Ekki er vitað hvert skotmark Rússa var. 18.1.2025 11:29