Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. 1.11.2025 11:06
Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. 1.11.2025 11:03
Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík. 31.10.2025 23:56
Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. 30.10.2025 21:30
Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27.10.2025 22:02
„Vonandi klárast þetta á morgun“ Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun. 27.10.2025 17:00
Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs eftir að grunur vaknaði um að fyrirtækin væru að skipta á milli sín mörkuðum. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum. 27.10.2025 12:01
Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Blackburn í ensku Championship-deildinni í dag þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. 25.10.2025 16:20
FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Fram lyfti sér upp í 5. sæti Bestu deildarinnar með góðum útisigri í FH í lokaumferð deildarinnar. Leikurinn var kveðjuleikur Björns Daníels Sverrissonar sem fékk heiðursskiptingu í síðari hálfleik. 25.10.2025 16:06
Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í Skanderborg mistókst að halda í við topplið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir tap í dag. 25.10.2025 15:43