Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 24.5.2025 08:59
Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. 24.5.2025 08:14
Skýjað og sums staðar blautt Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og önnur smálægð er við suðausturströndina. Veðurfræðingur spáir hægri og breytilegri átt. 24.5.2025 07:42
Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði talsverðan fjölda ökumanna í gærkvöldi og nótt fyrir ýmis umferðarlagabrot, meðal annars vegna notkunar nagladekkja. 24.5.2025 07:24
Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. 14.5.2025 23:18
Stefán Teitur á skeljarnar Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. 14.5.2025 22:47
Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14.5.2025 22:24
Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Brunavarnir Árnessýslu standa fyrir æfingu á Lækjamótavegi sunnan við Selfoss í kvöld. Kveikt var í gömlu húsi í þágu æfingarinnar. 14.5.2025 20:06
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14.5.2025 19:58
Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. 14.5.2025 18:17