Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 12:10 Á ýmsu hefur gengið í viðræðum Aþenu og Reykjavíkurborgar undanfarnar vikur. Vísir/Anton Brink Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“ Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“
Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11
Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01
Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10