Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum

Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra.

Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi

Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi.

Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun

Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu.

Lögregla sviðsetur morðið í Rauðagerði

Töluverður fjöldi lögreglumanna er við störf í Rauðagerði í tengslum við morðið sem þar var framið í febrúar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að um sé að ræða vettvangsvinnu í tengslum við rannsókn málsins.

Flestir rólegir en pirrandi að þurfa að hætta að draga

„Við erum bara spenntir að komast í land,“ segir Markús Ingi Karlsson, vélstjóri um borð á Þórsnesi SH109, sem var dregið með bilaða vél til Þórshafnar í nótt. Samhliða því var allri sautján manna áhöfninni gert að fara í sóttkví vegna einkenna sem nokkrir skipverjanna fundu fyrir.

„Verið að rekja þetta eins og hægt er”

„Þetta getur sveiflast upp og niður en þetta sýnir okkur bara að við erum enn í þessum sporum að eltast við smit úti í samfélaginu sem greinast ekki fyrr en þau koma allt í einu upp á afmörkuðum stöðum. Það út af fyrir sig er áhyggjuefni og þess vegna þurfa allir að passa sig,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um smittölur dagsins. Sex greindust innanlands og voru allir utan sóttkvíar við greiningu.

Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í

Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví.

Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa

„Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa.

Sjá meira