Veitingamenn líta sumarið björtum augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. apríl 2021 22:00 Veitingamenn segjast bjartsýnir fyrir komandi tímum þrátt fyrir erfiðleika í vetur. Vísir Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira