Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Laga bílaplanið og gönguleiðina inn í Geldingadali

Gönguleiðin inn í Geldingadali liggur undir miklum skemmdum sökum ágangs. Jarðvegsvinna á svæðinu er hafin en gönguleiðin er orðin að drullusvaði á löngum kafla. Þá er einnig unnið að úrbótum á bílastæðinu.

„Við sofum ekki yfir þessu“

„Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár.

Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag.

Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu.

Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“

Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag.

Bíða með að opna nýtt sóttvarnarhús

Áformum um opnun nýs sóttkvíarhótels í Reykjavík hefur verið slegið á frest um sinn. Farþegafjöldi til landsins er umtalsvert minni en áætlað var og í gær voru aðeins tíu manns í vél sem kom hingað frá London.

Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess.

Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi

Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Sjá meira