Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið

Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna.

Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár

Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld.

Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp

Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist.

Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað

„Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu.

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt.

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn

Lögregla hyggst gera kröfu um gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um árás við Vindakór í Kópavogi á föstudag. Íslenskur karlmaður fæddur árið 1990 lést af völdum áverka sinna í gær, en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn.

Auðvitað hugsuðum við öll „hvað ef?”

„Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þó ég vilji það, og reyni það, þá er þetta bæði einn eftirminnilegasti dagur sem ég hef upplifað og einn sá erfiðasti,” segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður.

Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga

Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs.

Sjá meira