Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Hugsanlegt ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðunum

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Hann leggur ekki mat á það hvort um sé að ræða of mikið inngrip í líf fólks.

Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma

Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 

Sex greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar

Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru fjórir þeirra í sóttkví. Einn greindist á landamærunum í gær en sá hafði dvalið á sóttkvíarhótelinu.  Hann var fluttur í farsóttahúsið vði Rauðarárstíg eftir að niðurstöður lágu fyrir. 

Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði.

Lokað að gosstöðvunum á morgun

Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun.

Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt.

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þá greindist einn á landamærunum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum.

Sjá meira