Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Líkfundur í fjörunni á Vopna­firði

Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 

Vélsleðaslys við Hrafntinnusker

Vélsleðamaður slasaðist við Hrafntinnusker nú laust eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti manninn á Landspítalann.

SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans.

Eldri kynslóðin vill fljúga

„Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga.

Skráningarblöðin ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp

Fyrirtækjum er ekki heimilt að óska eftir öðrum upplýsingum um viðskiptavini sína en lög og reglur gera ráð fyrir, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Þeim sem sækja veitinga- eða matsölustaði er nú gert að fylla út sérstök skráningarblöð með helstu persónuupplýsingum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en það er til þess að flýta fyrir smitrakningu ef smit greinast.

Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins

Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað.

Sjá meira