Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Steinunn Ása afhenti fyrstu hjólin

Sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem afhenti fyrstu hjólin í hjólasöfnunarátaki Barnaheilla í dag segir mikilvægt að fólk láti gott af sér leiða. Hún hvetur alla til að leggja átakinu lið.

Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla

Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi.

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg.

Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar

Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D.

Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna”

Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands.

Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður

„Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“

Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta

„Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð.

„Auknar líkur á eldgosi“

Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki.

Sjá meira