Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:35 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg. Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent