Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:35 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg. Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla. Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fossvogsskóla var í gær lokað og ákvörðun tekin um að finna annað húsnæði undir kennslu á meðan lausna er leitað við mygluvanda í húsnæðinu. Myglan greindist fyrst árið 2019 og síðan þá hefur verið ráðist í endurbætur fyrir um 500 milljónir króna, en þrátt fyrir það er myglugró áfram til stðaar. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir úrbótum frá því myglan greindist fyrst. „Staðan er sorgleg að mörgu leyti til. Það er Reykjavíkurborg sem ber að skaffa húsnæði sem er heilnæmt og það hefur meirihlutanum ekki tekist. En ég vona svo sannarlega að núna verði tekið á málefnum þar af festu og fundin góð lausn og húsnæðið gert heilnæmt,” segir Valgerður. Hún fagnar því að loks sé hlustað á kröfur foreldra, en telur þó full seint í rassinn gripið - nú þremur árum síðar. „Mér finnst það. Það eru þrjú ár síðan ég kom fyrst að þessu máli og í þrjú ár hafa foreldrar verið að berjast við borgina, við stærsta sveitarfélag landsins. Það er meirihlutinn í Reykjavík sem ber ábygð á málefnum Fossvogsskóla og auðvitað er betra seint en aldrei. Ég fagna því vissulega að það sé verið að gera eitthvað í málefnum skólans.” Valgerður segir viðhaldi ekki hafa verið nægilega sinnt í skólum borgarinnar og kallar eftir því að óháðum aðilum verði falið að gera úttekt á skólum borgarinnar. „Ég myndi vilja sjá það í framhaldinu að það yrði farið í úttekt á öllum leik- og grunnskólum í borginni og þau gögn gerð opinber á heimasíðum allra skóla,” segir hún.Þá þurfi skýra verkferla. „Það eru engir verkferlar til hjá Reykjavíkurborg út af myglumálum sem vekur ákveðna furðu hjá mér, þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum myglu í skólahúsnæði á vegum borgarinnar.” Unnið verður að því í dag að finna nýtt húsnæði. Tveir valmöguleikar eru í stöðunni að sögn borgarinnar, meðal annars að sameina Fossvogsskóla öðrum skóla.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01 Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fossvogsskóli líklega sameinaður öðrum skóla Fossvogsskóli verður að líkindum sameinaður öðrum grunnskóla á meðan fundin verður lausn á mygluvanda í húsnæðinu. Ekki kemur til greina að rífa skólann. 18. mars 2021 19:01
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00