Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9.1.2022 18:26
„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu 9.1.2022 12:12
Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. 8.1.2022 20:15
Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. 8.1.2022 19:11
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8.1.2022 12:35
„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“ Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri. 8.1.2022 12:07
Sérsveitin handtók mann sem grunaður er um að hafa skotið á hús í Kórahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið á glugga nokkurra íbúðarhúsa í Kórahverfi í Kópavogi og eitt hús í Hafnarfirði. 3.1.2022 16:04
Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021 Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent. 3.1.2022 15:56
101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“ Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag. 3.1.2022 15:00
Læknirinn snúinn aftur til starfa eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Læknir á Landspítalanum sem sendur var í leyfi í nóvember vegna ásakana um kynferðislega áreitni á er kominn aftur til starfa á spítalanum. Þetta staðfestir lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, í samtali við fréttastofu. 3.1.2022 14:09