„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ „Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. 21.2.2025 15:23
Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir. 21.2.2025 14:26
Laufey ein af konum ársins hjá Time Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning. 21.2.2025 10:11
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 21.2.2025 09:59
Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra konur landsins með fallegum blómvendi eða öðrum gjöfum. Hér fyrir neðan fá finna fjölbreyttar hugmyndir um gjafir og samveru fyrir konudaginn. 21.2.2025 07:00
Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. 20.2.2025 14:03
Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 20.2.2025 11:57
Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni. 19.2.2025 20:00
Eva sýnir giftingahringinn Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar. 19.2.2025 14:26
Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Helga Lind Mar, teymisstjóri í Konukoti og einn af forsprökkum Druslugöngunnar, hefur sett íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir. 19.2.2025 12:02