Fyrst skíði og nú golf Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni. 1.7.2025 13:35
Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. 1.7.2025 13:09
Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna. 1.7.2025 11:13
Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. 30.6.2025 19:16
Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Júlímánuður er handan við hornið og sumargleðin er í hámarki. Sólríkar utanlandsferðir og skvísulæti einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. 30.6.2025 10:13
Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna. 27.6.2025 16:21
Vægar viðreynslur en engir pervertar Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. 27.6.2025 14:39
Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram. 27.6.2025 11:37
Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum. 27.6.2025 09:28
Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. 25.6.2025 20:02