Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein­hleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum

„Ég upplifði drauminn þegar ég fékk að dansa á Þjóðhátíð með Patrik Atlasyni og draumurinn var toppaður þegar ég dansaði á fimm tónleikum með Iceguys í Laugardalshöll núna í desember,“ segir Sóley Bára Þórunnardóttir viðtali við Makamál.

Skilnaður eftir tuttugu ára sam­band

Leikkonan, Jessica Alba og eiginmaður hennar, Cash Warren kvikmyndaframleiðandi, eru að skilja eftir sextán ára hjónaband. Hjónin kynntust árið 2004.

Glæsihús í Kópa­vogi með stór­brotnu út­sýni

Við Austurkór í Kópavogi stendur reisulegt 296 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt. Ásett verð er 275 milljónir.

Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann

Á veturna kjósa margir að nota feit rakakrem þar sem kuldi, þurrt loft og miskunnarlausir vindar hafa gjarnan mikil áhrif á húðina. Skíðatímabilið er rétt að hefjast og fyrir þá sem stunda íþróttina er mikilvægt að vernda húðina enn betur.

Patrik í hálfrar milljón króna skíða­galla

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur.

Dóttir Anítu Briem og Haf­þórs komin með nafn

Dóttir Anítu Briem leikkonu og Hafþórs Waldorff er komin með nafn. Stúlkunni var gefið nafnið Lúna. Stúlkan kom í heiminn þann 13. nóvember síðastliðinn og er þeirra fyrst barn saman. Fyrir á Aníta eina dóttur.

Aron Can og fjöl­skylda í draum­kenndu fríi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin er staddur í fríi í Phúket, Taílandi, ásamt kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju hjá Icelandair, og syni þeirra, Theó Can. Erna María hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferðlagið síðastliðna daga.

Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum

Hjónin Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Guðrún Ingólfsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Smyrilsveg í Vesturbæ Reykjavíkur á 135 milljónir.

Júlí og Ágúst keppa í Söngva­keppninni í febrúar

Tónlistarmennirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Ágúst Þór Brynjarsson eru meðal þeirra sem munu stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Þeir eru meðal tíu keppenda sem eygja von um að verða fulltrúar Íslands í Eurovision. 

Lauf­ey ást­fangin í eitt ár

Stjórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir og kærastinn hennar Charlie Christie, starfsmaður út­gáfu­fyr­ir­tæk­is­ins In­terscope Records, fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu í gær. Í tilefni tímamótanna birti parið fallegar myndir af þeim saman í vetrardýrðinni á Íslandi.

Sjá meira