Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:45 Elenora er hægt og rólega að finna gleðina á ný. Instagram „Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er. Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora) Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)
Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00