Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:45 Elenora er hægt og rólega að finna gleðina á ný. Instagram „Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er. Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora) Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)
Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00