Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heitustu jóla­gjafirnar fyrir herrann

Jólin nálgast nú óðfluga og er því ekki seinna vænna en að huga að jólagjöfum. Það getur verið áskorun að finna hina fullkomnu jólagjöf fyrir karlmenn, en möguleikarnir eru margir.

Fagnaði fjöru­tíu árum og gaf út textaverk

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson bauð vinum og vandamönnum til fagnaðar í verslun herrafataverslunar Kölska á dögunum. Tilefnið var útgáfa textaverka sem voru framleidd í tengslum við fjörutíu ára útgáfuafmælis Helga.

Sigga Heimis selur slotið

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.

Dætur Jóns og Frið­riks Dórs stálu senunni

Gríðarleg stemning var í Laugardalshöllinni um helgina þegar strákabandið IceGuys skemmti um 25 þúsund gestum á samtals fimm tónleikum. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína.

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Ein­hleypan: „Já­kvæð, hress og metnaðar­gjörn“

„Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju,“ segir Halla Björg Hallgrímsdóttir í viðtali við Makamál.

Hollari ó­hollusta fyrir jólin að hætti Önnu Ei­ríks

„Það er mikið um kræsingar á þessum árstíma sem ég elska að gæða mér á eins og aðrir en mér finnst frábært að útbúa góðgæti í hollari kantinum á móti öllu hinu og langar mig því að deila með ykkur mínum uppáhalds,“ segir líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks. 

Heitustu jóla­gjafirnar fyrir hana

Jólin eru handan við hornið og er því ekki seinna vænna en að huga að jólagjöfum. Fallegt skart, smart flíkur, dekur eða gjöf sem tengist áhugamáli, eru gjafir sem flestar konur gleðjast yfir.

Skelli­hlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egils­höll

Það var líf,  fjör og hlátrarsköll í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar fyrstu tveir þættirnir af sketsaseríunni, Draumahöllinn, voru frumsýndir fyrir fullum sal áhorfenda. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember næstkomandi.

Sjá meira