Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Of flókið regluverk kemur niður á eftirliti með fjármálakerfinu

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, segir að regluverkið í kringum fjármálakerfið sé sennilega orðið flóknara en góðu hófi gegnir. Umstangið í kringum innleiðingu á Evrópugerðum kemur niður á getu stofnunarinnar til að sinna mikilvægum eftirlitsstörfum.

Sjálfbær útgáfa jókst um ríflega 40 prósent milli ára

Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa á Íslandi nam 173 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 122 milljarða króna árið 2020 samkvæmt tölum frá sjálfbærniteymi KPMG. Vöxtur í útgáfu sjálfbærra bréfa nam því 42 prósentum á milli ára.

Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum

Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.

Góðir frumkvöðlar verði ekki í vandræðum með fjármagn

Helga Valfells, einn af eigendum Crowberry Capital, segir að fjármögnunarumhverfið á Íslandi hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Nú séu fimm einkareknir og vel fjármagnaðir vísissjóðir starfandi á landinu, hver með sína áherslu, og hún býst við að næsta ár verði fullt af spennandi fjárfestingatækifærum.

Evrópugerðir gera eftirlitinu kleift að sekta einstaklinga um 800 milljónir

Innleiðing á Evrópugerðunum CRR og CRD gefur fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands víðtækari heimildir til að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Eftirlitsstofnunin fær meðal annars heimild til að leggja 800 milljóna króna stjórnvaldssekt á einstaklinga sem brjóta gegn lögunum.

Kauphöllin laðar til sín tugi milljarða ef íslensk bréf færast upp um flokk hjá FTSE

Góðar líkur eru á því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn verði færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell á næsta ári og má þá búast við innflæði upp á tugi milljarða króna frá erlendum sjóðum sem haga fjárfestingum sínum í samræmi við vísitölur fyrirtækisins. Þetta segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

„Óskandi að 2022 verði árið sem við lærum að lifa endanlega með veirunni“

Á árinu sem er að renna sitt skeið á enda hefur Eik fasteignafélag hækkað afkomuspá sína í tvígang og nýtt lágvaxtaumhverfið til að endurfjármagna stóran hluta af skuldum félagsins. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir óskandi að árið 2022 verið árið sem samfélagið læri að lifa endanlega með veirunni.

Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki.

Fjöldi leigjenda flutti úr landi en efnahagsbati mun snúa þróuninni við

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að síðasta vor hafi talsverður fjöldi leigjenda flutt af landi brott og yngra fólk hafi flutt aftur í foreldrahús. Hann býst við að þróunin snúist við á næsta ári í takt við aukin umsvif í hagkerfinu. 

Sjá meira