Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjáðu Nínu Dögg sem Vig­dísi í fyrstu stiklunni

Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins.

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Khalid kemur út úr skápnum

Víðfrægi tónlistarmaðurinn Khalid hefur nú komið út úr skápnum sem hinsegin manneskja en þessu greinir hann frá í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

Út­boð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri

Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 

Segist vita hver vó Geirfinn

„Þetta er gatið hjá okkur, við vitum ekki hvað varð um lík Geirfinns, við vitum bara hvar hann lét lífið og hver gerandinn var. Hann er á lífi.“

Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaða­bóta­skyldu

Pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Fjöl­skylda komst lífs af fyrir ó­trú­lega til­viljun

Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af.

Kvikmyndagerðarfólk bæn­heyrt og sjóðnum komið til bjargar

Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn.

Skyndi­leg krafa upp á milljónir króna eins og lé­legt grín

Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað.

Sjá meira