Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans „Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“ 8.12.2024 18:09
Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Kafarar á vegum lögreglunnar í New York-borg hafa unnið linnulaust í allan dag í tjörn í Central Park-almenningsgarði við leit að skotvopni árásarmannsins sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á miðvikudaginn. Leit að manninum hefur staðið yfir í fjóra daga, án árangurs. 7.12.2024 23:51
Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta. 7.12.2024 21:15
Færri fá jólatré en vilja Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út. 7.12.2024 20:34
Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Sunnan stormur á morgun, hlýnandi veður og talsverð rigning sunnan- og vestantil seinnipartinn, talverðar líkur á asahláku með vatnavöxtum. Ekkert ferðaveður.“ 7.12.2024 19:54
„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ 7.12.2024 19:10
Bíll valt í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki. 7.12.2024 18:08
Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þrír slasaðir eftir sprengingu í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Haag-borg í Hollandi í morgun. Hluti hússins hrundi við sprenginguna klukkan 6:15 í morgun og hafa viðbragðsaðilar verið að störfum á vettvangi í allan dag. 7.12.2024 17:53
Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6.12.2024 23:41
Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6.12.2024 23:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent