Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 17:52 Sveinn Óskar Sigurðsson, til vinstri, er varamaður í stjórn Rúv. Vísir/Vilhelm Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. „Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent