Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ágúst hættir hjá Leikni

Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.

Staðan graf­alvar­leg og HSÍ leitar nýrra leiða

Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af.

„Setti oft fót­boltann fram yfir mína and­legu heilsu“

Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda.

„Menn þurfa að fara að átta sig á því“

„Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins.

Byrjunar­lið Ís­lands: Daníel byrjar og fimm manna vörn

Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar sinn fyrsta landsleik er Ísland sækir Frakkland heim á Parc de Princes í undankeppni HM klukkan 18:45 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá 5-0 sigri á Aserum á föstudagskvöld.

Arna semur við Vålerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Sjá meira