Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. 31.8.2025 18:11
Boðar sumarveður inn í september Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. 31.8.2025 13:26
Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31.8.2025 11:47
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni. 30.8.2025 18:01
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30.8.2025 12:45
Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. 30.8.2025 11:46
Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. 29.8.2025 15:52
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29.8.2025 14:03
Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. 29.8.2025 13:21
„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp. 29.8.2025 11:24
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent