Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. 22.5.2025 21:31
Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. 22.5.2025 20:51
Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Elmari Erni Sigurðssyni fyrir kynferðisbrot. Hann var sakfelldur fyrir tvær nauðganir, og að hafa tekið þær upp á myndskeið. Brotin áttu sér stað í janúar og september 2017. 22.5.2025 19:15
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22.5.2025 15:57
Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni. 15.5.2025 10:01
„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. 14.5.2025 13:00
Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12.5.2025 20:53
Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 12.5.2025 20:48
Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. 12.5.2025 12:25
Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Landsbjörg hefur skorað á stjórnvöld að afnema virðisaukaskattsskyldu björgunarsveita, og telja það geta sparað tugi milljóna á ári hverju. Þá kallar félagið eftir því að brugðist verði við húsnæðisvanda viðbragðsaðila sem allra fyrst. 11.5.2025 21:21