„Það er hula yfir sólinni“ Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. 17.9.2024 19:46
Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. 17.9.2024 18:29
Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta árs eru óseldar. Aðeins 15 prósent af heildarframboði nýbygginga eru auglýst eða seld undir 65 milljónum króna. 16.9.2024 16:11
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16.9.2024 15:07
Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Móðir drengs í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segir sárt að vita til þess að sonur hennar eigi enga vini í upphafi skólaárs, þar sem hann hefði nánast verið tekinn úr umferð í 1. bekk. Drengurinn mætti með hníf í skólann í vor, en móðir hans segir ekki alla söguna sagða. Skólastjórinn segir sárt að vita af vanlíðan nemanda og stefnt sé að því að finna farsællega lausn sem henti öllum. 16.9.2024 12:37
Ósáttur með misvísandi svör um 400 þúsund króna reikning Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins. 14.9.2024 17:08
Snerting framlag Íslands til Óskarsins Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki. 14.9.2024 14:07
Biskupsbústaðurinn seldur Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið. 14.9.2024 13:32
Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14.9.2024 11:49
Mikil aðsókn í Alþingishúsið Færri komast að en vilja í leiðsögn um Alþingishúsið í dag, en nýtt hús Alþingis verður opið öllum síðdegis. Skrifstofustjórinn segir leiðsögnina svo vel heppnaða að stefnt sé að því að endurtaka leikinn síðar. 14.9.2024 11:44