Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2025 23:13 Bjarni Rúnar segir að lausna sé leitað í samtali við ÖBÍ. Hugmyndir um að koma upp gagnagrunni sem tengi stæðiskort hreyfihamlaðra við bílnúmer geti komið að góðum notum í baráttunni við ranglega útgefnar sektir. Vísir/Arnar Deildarstjóri hjá borginni segir unnið að lausn sem eigi að koma í veg fyrir að hreyfihamlaðir séu sektaðir fyrir að leggja í gjaldskyld stæði borgarinnar. Auðvelt sé að fá ranglega veittar sektir felldar niður. Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“ Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sunnan strekkingur og vætusamt Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“
Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sunnan strekkingur og vætusamt Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Sjá meira