Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dýrið í kosningu BAFTA

Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir.

Raf­magn komið aftur á í miðborginni

Rafmagn er komið aftur á flestum stöðum miðborgar Reykjavíkur en rafmagnslaust var vegna háspennubilunar fyrr í kvöld. Þó er enn rafmagnslaust á Bókhlöðustíg þessa stundina. 

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.

„Það eru engin mann­réttindi að vera í stjórnum fyrir­tækja“

Bryndís Haraldsdóttir og Andrés Ingi Jónsson alþingismenn auk Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, voru í viðtali á Sprengisandi í morgun. Rætt var um afsagnir eða tímabundið leyfi nokkurra manna sem áttu sér stað í liðinni viku í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Finnar segja langtímaáhrif Covid geta orðið að stór­slysi

Stjórnvöld í Finnlandi hafa áhyggjur af langtímaáhrifum kórónuveirusjúkdómsins og velta því upp hvort afleiðingarnar geti hreinlega orðið að stórslysi fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild. Málið var kynnt á pallborðsumræðum í Finnlandi nýverið.

Enn versnar veðrið: Fleiri gular við­varanir

Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir.

915 greindust með kórónu­veiruna innan­­­lands í gær

Í gær greindust 915 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands og 134 á landamærunum. Það eru því aðeins færri en greindust í fyrradag en þá greindust 1.044 með kórónuveiruna innanlands. Ásókn er í sýnatöku þó er oft minni um helgar.

Sjá meira