Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Ný­árs­­dagur: Eru skyndi­bita­staðirnir opnir?

Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

Sögu­leg undir­ritun kjara­samnings grunn­skóla­kennara

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður hjá embætti ríkissáttasemjara í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem ritað er undir kjarasamning grunnskólakennara áður en gildandi samningur rennur út. 

Fresta vinnu­sótt­kví vegna mis­taka

Áætluð útvíkkun um vinnusóttkví, sem átti að taka gildi á hádegi í dag, hefur verið frestað. Til stendur að funda nánar með öllum hlutaðeigandi hagsmunaaðilum í dag.

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður

Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Sjá meira