Karlmenn langflestir gerenda: Mikil fjölgun ofbeldisbrota á árinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 14:58 Lögregluvesti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tilkynningar um ofbeldisbrot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Langflest ofbeldisbrota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri. Lögreglan fór í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis á dag að meðaltali eða 1.090 tilvik á árinu sem var að líða. Karlar voru í miklum meirihluta en 73 prósent gerenda í málum þar sem ofbeldi kom við sögu voru karlmenn. Þá voru tæplega tvö kynferðisbrot tilkynnt að meðaltali á dag sem er um 24 prósenta aukning frá því árið 2020. Langflestir gerendur í kynferðisbrotamálum voru karlmenn eða um 82 prósent. Tilkynntar nauðganir árið 2021 voru 216 sem er svipaður fjöldi og árið 2019. Óvenjufáar nauðganir voru tilkynntar árið 2020, ef miðað er við fyrri ár, en lögregla telur að það megi mögulega rekja til samkomutakmarkana. Árið 2021 voru skráð um það bil 189 þúsund mál hjá lögreglunni á Íslandi. Það jafngilda um 518 málum á sólarhring og 22 mál á hverri klukkustund. Flest brotin voru hraðakstursbrot en þau voru yfir 62 prósent af heildarfjölda brota. Þá voru flest mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnabrot voru færri en síðustu þrjú ár á undan. Varsla og meðferð er enn stærstur hluti brotanna en þeim fækkaði um nærri þriðjung. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ársins 2021 frá lögreglunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Lögreglan fór í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis á dag að meðaltali eða 1.090 tilvik á árinu sem var að líða. Karlar voru í miklum meirihluta en 73 prósent gerenda í málum þar sem ofbeldi kom við sögu voru karlmenn. Þá voru tæplega tvö kynferðisbrot tilkynnt að meðaltali á dag sem er um 24 prósenta aukning frá því árið 2020. Langflestir gerendur í kynferðisbrotamálum voru karlmenn eða um 82 prósent. Tilkynntar nauðganir árið 2021 voru 216 sem er svipaður fjöldi og árið 2019. Óvenjufáar nauðganir voru tilkynntar árið 2020, ef miðað er við fyrri ár, en lögregla telur að það megi mögulega rekja til samkomutakmarkana. Árið 2021 voru skráð um það bil 189 þúsund mál hjá lögreglunni á Íslandi. Það jafngilda um 518 málum á sólarhring og 22 mál á hverri klukkustund. Flest brotin voru hraðakstursbrot en þau voru yfir 62 prósent af heildarfjölda brota. Þá voru flest mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnabrot voru færri en síðustu þrjú ár á undan. Varsla og meðferð er enn stærstur hluti brotanna en þeim fækkaði um nærri þriðjung. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ársins 2021 frá lögreglunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira