Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Texas­búi réttur eig­andi lénsins Iceland Express

Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið.

Sinu­bruni vegna flug­elda: „Það mátti litlu muna“

Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 

Þrír létust í elds­voða á gjör­gæslu

Þrír létu lífið á gjörgæslu í Úkraínu eftir að eldsvoði braust út þegar kveikt var á minningarkerti, til minningar þeirra sem látist höfðu úr kórónuveirunni. Fjórir hlutu lífshættuleg brunasár.

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sótt­kví

Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví.

Kín­verjar smána sótt­varna­brjóta opin­ber­lega

Lögreglan í Suður-Kína smánaði opinberlega fjóra menn í vikunni sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum. Mennirnir áttu að hafa smyglað fólki yfir landamæri Kína en strangar takmarkanir eru á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá meira