Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 23:20 178 umsóknir um ríkisborgararétt hafa borist Útlendingastofnun en gögn hafa ekki borist Alþingi. Vísir/Vilhelm Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. Í tilkynningu frá Alþingi segir að allsherjar- og menntamálanefnd skipi undirnefnd til að fara yfir umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Útlendingastofnun eigi að forvinna gögnin og afhenda undirnefndinni að þeirri vinnu lokinni. Gögnin frá Útlendingastofnun hafa enn ekki borist Alþingi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur farið fram á að umsóknir verði afhentar undirnefndinni ásamt fylgigögnum ekki síðar en þann 1. febrúar 2022. Í kjölfarið verði svo lagt fram sérstakt frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Flestar umsóknir um ríkisborgararétt eru afgreiddar með hefðbundinni stjórnvaldsákvörðun Útlendingastofnunar og án aðkomu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með sérstökum lögum Alþingis getur þannig farið fram án þess að almenn lagaskilyrði, til dæmis um búsetutíma umsækjenda hér á landi, séu uppfyllt. Í frétt Fréttablaðsins segir að unnið sé að breyttu verklagi um veitingu ríkisborgararéttar til að gæta jafnræðis. Aðkoma Alþingis að veitingu ríkisborgararéttar hefur hlotið gagnrýni, meðal annars frá umboðsmanni Alþingis, þar sem talið er að þær umsóknir fái almennt forgang fram yfir aðrar almennar umsóknir sama efnis. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Alþingi segir að allsherjar- og menntamálanefnd skipi undirnefnd til að fara yfir umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Útlendingastofnun eigi að forvinna gögnin og afhenda undirnefndinni að þeirri vinnu lokinni. Gögnin frá Útlendingastofnun hafa enn ekki borist Alþingi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur farið fram á að umsóknir verði afhentar undirnefndinni ásamt fylgigögnum ekki síðar en þann 1. febrúar 2022. Í kjölfarið verði svo lagt fram sérstakt frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Flestar umsóknir um ríkisborgararétt eru afgreiddar með hefðbundinni stjórnvaldsákvörðun Útlendingastofnunar og án aðkomu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með sérstökum lögum Alþingis getur þannig farið fram án þess að almenn lagaskilyrði, til dæmis um búsetutíma umsækjenda hér á landi, séu uppfyllt. Í frétt Fréttablaðsins segir að unnið sé að breyttu verklagi um veitingu ríkisborgararéttar til að gæta jafnræðis. Aðkoma Alþingis að veitingu ríkisborgararéttar hefur hlotið gagnrýni, meðal annars frá umboðsmanni Alþingis, þar sem talið er að þær umsóknir fái almennt forgang fram yfir aðrar almennar umsóknir sama efnis.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira